Með lagnamyndun fást upplýsingar um ástand lagnanna. Við ráðleggjum húseigendum að láta athuga skólplagnirnar hjá sér ef húsnæðið er eldra en 40. ára. Ef skemmdir eru á byrjunarstigi má í mörgum tilfellum lágmarka viðgerðarkostnaðinn og lengja þar með endingartímann til muna. Ef þú ert í fasteignarhugleiðingum getur borgað sig að láta mynda lagnakerfið áður en tilboð er gert, eða gert fyrirvara um slíkt í kaupsamning. Ein af okkar sérgreinum er að finna og skilgreina vandamál í skólplögnum.
Verð frá
Með því að renna myndavél inn í lögnina þá getum við bæði séð og staðsett vandamálið.
Við höfum yfir að ráða fullkomnum myndavélum með nákvæmum staðsetningarbúnaði ef þarf að staðsetja skemmdir í lögnum.
Getum myndað lagnir frá 50mm – 600mm í þvermál.
Myndatakan fer fram með því að myndavél fer inní lögnina og er myndatöku stjórnað gegnum tölvu tæknin gerir okkur kleift á að skoða inn í hliðargreinar og þvert á lagnaveggi.
Hafið samband fyrir frekari upplýsingar