ÁSTANDSSKOÐUN OG RÖRAMYNDUN

Röramyndun – Lorem ipsum dolor sit amet

Með röramyndun fást ítarlegar upplýsingar um ástand lagnarinnar.

Við hjá propipe ráðleggjum húseigendum að láta athuga skólplagnirnar hjá sér ef húsnæðið er eldra en 25 ára. Ef skemmdir eru á byrjunarstigi má í mörgum tilfellum lágmarka viðgerðarkostnaðinn og lengja endingartímann til mikilla muna.

Ef þú ert í fasteignahugleiðingum getur borgað sig að láta mynda lagnakerfið áður en tilboð er gert. Ein af okkar sérgreinum er að finna og skilgreina vandamál í skólplögnum. Með því að renna myndavél inn í lögnina þá getum við bæði séð og staðsett vandamálið.

Við höfum yfir að ráða fullkomnri myndavél með nákvæmum staðsetningarbúnaði ef þarf að staðsetja skemmdir í lögnum.

Upplýsingarnar geymum við síðan á myndriti – engar ágiskanir hérna.

HAFA SAMBAND