Fréttir

Tor­kenni­leg­ur hlutur úr sjó – Svert plaströr?

ror

Land­helg­is­gæsl­unni barst til­kynn­ing um tor­kenni­leg­an hlut á floti í sjón­um við Ægisíðuna, sem gæti verið hættu­leg­ur minni bát­um, frá ár­vök­ul­um veg­far­anda í gær. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Gæsl­unni.

Skömmu síðar rak hlut­inn á land og reynd­ist hann vera svert plaströr, um tíu metr­ar að lengd.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að fé­lag­ar í sprengju­eyðing­ar- og séraðgerðasveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi farið á vett­vang í morg­un og gengið þannig frá rör­inu að eng­in hætta stafaði af því.

Það verður svo við tæki­færi flutt á heppi­legri stað.

 

Fréttin birtist á www.mbl.is