Fréttir

Gamlar skólplagnir í grunnum

lvmynd-300x271Við erum að vakna upp við vondan draum. Húsin í Reykjavík og í eldri bæjum landsins eru mörg orðin 50 ára gömul eða jafnvel eldri. Það er sameiginlegt með næstum öllum þessum húsum að skólpkerfið í grunninum, undir gólfplötu kjallarans eða neðstu hæðar, er úr steinrörum.Vissulega finnast hús þar sem grunnskólprörin eru lögð úr varanlegra efni svo sem steypujárnsrörum, sem við í daglegu tali köllum pottrör, eða í einstaka tilfellum úr leirrörum. Ekki er nokkur vafi á að leirrörin endast best, jafnvel það sem við getum kallað von úr viti. Pottrörin endast vel en það kemur að því að ellin beygir þau einnig.
 En það er orðin nánast æpandi þörf á endurnýjun skólplagna undir gólfplötum húsa sem eru 40 ára og eldri.
(Vitnað er í grein sem birtist á www.mbl.is)